Almennar fréttir

02. september 2009

Þakbitar settir á aðalsal Tónlistarhússins

Þessa dagana er verið að hífa stóru stálbitana sem bera munu upp þak yfir aðalsal Tónlistar- og ráðstefnuhússins. Undirbúningur við samsetningu bitanna hófst fyrir nokkru en neðri hluti hvers bita er soðinn saman úr 3 – 4 hlutum hver og er plötuþykkt allt að 50 mm.

Að endingu eru allir hlutar hvers stálbita boltaðir saman en alls eru stálbitarnir ellefu. Stærsti bitinn er 36 metrar á lengd og 6,8 metrar á hæð og vegur fullsamsettur 35.4 tonn. Í bitana ellefu eru notuð 7 tonn af boltum og 23 tonn af tengiplötum.

Þrír stórir kranar sjá svo til þess að koma þeim á réttan stað. Tveir kranar ferja bitana frá samsetningarstað að 300 tonna krana sem sér um sjálfa hífingu stálbitanna upp á bygginguna. Alls koma 9 starfsmenn og 3 kranamenn með beinum hætti að hífingu bitanna.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn