Almennar fréttir

17. október 2008

Þjónustustöð N1 við Bíldshöfða

ÍAV hófu í janúar 2008 að byggja nýja þjónustustöð fyrir N1 við Bíldshöfða.  Um er að ræða verulega stækkun á lóð og byggingu tveggja húsa þar sem N1 var með bensínstöð. Byggð var þjónustustöð sem er um 515 fermetrar að stærð. Sambærileg þeim sem ÍAV hafa áður byggt fyrir N1 í Fossvogi, við Hringbraut, í Borgartúni og Mosfellsbæ. Auk þess var byggt um 500 fermetra dekkja- og smurverkstæði með dekkjahóteli í kjallara.

Bætt aðgengi er að metanafgreiðslu, með fleiri metandælum sem settar voru upp á dælueyjum. Metanlögn sem liggur frá Álfsnesi er tengd inn á stöðina og er hún birgðastöð. Jafnframt er stöðin nýtt sem átöppunarstaður fyrir metangáma.   Stöðin var tekin í notkun í byrjun júlí 2008.

 

 

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn