Geymsla

26. nóvember 2004

ÍAV aðalstyrktaraðili yngri flokka Aftureldingar í handbolta

Stefán Friðfinnsson, forstjóri ÍAV, og Jóhann Guðjónsson, formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar, undirrituðu í apríl 2001 styrktarsamning til næstu þriggja ára. Samningurinn kveður á um að ÍAV verði aðalstyrktaraðili yngri flokka félagsins. "Það skiptir ÍAV miklu máli að handknattleiksdeild Aftureldingar haldi áfram því góða og öfluga starfi sem unnið er með börnum og unglingum í Mosfellsbæ. Með samningnum viljum við leggja okkar lóð á vogaskálarnar svo efla megi enn frekar unglingastarfið í deildinni. Hvernig staðið er að íþrótta- og tómstundarmálum er einn af þeim þáttum sem fólk með börn lítur á þegar staðið er frammi fyrir vali á nýju íbúðarhúsnæði og því viljum við með samningnum leggja þessu góða málefni lið", segir Stefán

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn