Geymsla

20. júní 2011

ÍAV Holding ehf

ÍAV Holding ehf. er eignarhaldsfélag sem heldur utanum eignarhald félaga sem flest starfa í verktakastarfsemi eða tengdum rekstri.

ÍAV Holding er móðurfélag eftirfarandi félaga:

 

ÍAV hf.

ÍAV hf. er eitt stærsta og öflugasta verktakafyrirtæki Íslands og er félagið öflugur þátttakandi á öllum sviðum byggingariðnaðar og mannvirkjagerðar hvort sem um er að ræða, jarðvinnu, gatnagerð, jarðgangnagerð, opinberar byggingar atvinnuhúsnæði eða íbúðarhúsnæði.

 

ÍAV Þjónusta ehf.

Er fyrirtæki með megin áherslu á fasteignaþjónustu, viðhaldsvinnu og endurbætur á fasteignum, með sérstaka áherslu á verkefni tengd mannvirkjum á Ásbrú (gamla varnarsvæðinu á Miðnesheiði). Megin starfsemi félagsins er á Reykjanesi, en félagið sinnir einnig sérhæfðum verkefnum og stjórnun verka á öðrum stöðum á Íslandi. Starfsmenn félagsins hafa yfir að ráða viðamikilli þekkingu á byggingum og öðrum mannvirkjum á Ásbrú. Starfsmenn félagsins eru einnig sérþjálfaðir til að vinna með efni á borð við Asbest og að fjarlægja ýmis konar spilliefni í samstarfi við innlenda sem erlenda sérfræðinga.

 

ÍAV Fasteignaþjónusta ehf.

Er fyrirtæki með megin áherslu á fasteignaþjónustu, þ.e. rekstur fasteigna, viðhaldsvinnu og endurbætur á fasteignum. Einnig sérhæfir fyrirtækið sig í þjónustu og ráðgjöf tengdri viðhaldsvinnu og endurbótum á fasteignum ásamt því að verkefnastýra og sjá um framkvæmdir á smærri verkefnum við húsbyggingar.. Megin starfsemi félagsins er á Höfuðborgarsvæðinu, en félagið sinnir einnig sérhæfðum verkefnum og stjórnun verka á öðrum stöðum á Íslandi.

 

ÍAV Námur ehf.

Er félag sem sérhæfir sig í efnistöku og námuvinnslu.Félagið rekur þrjár efnisvinnslur, í Lambafelli í Þrengslum, Stapafelli og Rauðamel á Reykjanesi.  Vörur sem félagið selur eru sandur af mismunandi grófleika ásamt grófara efni til vegagerðar og fyllinga.

 

Skólar ehf.

Félag sem sérhæfir sig í rekstri leikskóla, félagið rekur fimm leikskóla. Sjá nánar á www.skolar.is

 

Eigendur ÍAV Holding ehf. eru Marti frá Sviss.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn