Geymsla

23. nóvember 2004

ÍAV reisa allt að 100 þjónustuhús fyrir eldri borgara við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði

Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilsustofnunnar NLFÍ, Gunnlaugur K. Jónsson, forseti Náttúrulækningafélags Íslands, og Stefán Friðfinnsson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) undirrituðu í dag samning þess efnis að ÍAV sjá um smíði á C-álmu, nýrri herbergjaálmu, við Heilsustofnunina með 28 rúmum. Þessu verki á að vera lokið 31. nóvember 2003. Ennfremur fær ÍAV byggingarétt vegna fyrirhugaðrar smíði á allt að 100 þjónustuíbúðum í litlum sérbýlum við Heilsustofnunina. Gert er ráð fyrir, að íbúar þessara húsa eigi kost á margvíslegri þjónustu frá Heilsustofnuninni og má þar nefna heilbrigðis- og öryggisþjónustu. Gert er ráð fyrir að smíði þjónustuhúsanna og sala, sem ÍAV sér um, hefjist næsta haust.

 

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn