Geymsla

26. nóvember 2004

ÍAV reisa vandaðar íbúðir við Laugarnesveg 87 og 89

Framkvæmdir hófust í lok september 2001 við niðurrif á kjötvinnsluhúsi Goða á horni Laugarnesvegar og Kirkjusands. Þar munu rísa tvö glæsileg L-laga fjöleignahús með lyftu á fimm og sex hæðum. Í hvoru húsi verða 30 skemmtilega hannaðar, sérlega rúmgóðar 2ja til 4ra herbergja íbúðir, 86 til 140 fm að stærð. Sér inngangur er í allar íbúðir af jarðhæð eða yfirbyggðum svalagangi sem er klæddur harðvið og glerjaður hertu gleri til aukins hlýleika og skjóls. Íbúðir fyrstu hæðar hafa sér afnotarétt af hluta lóðar og þeim fylgir hellulögð verönd.

Við hönnun húsanna er leitast við að allt viðhald verði í algjöru lágmarki. Húsin eru einangruð að utan og klædd með álklæðningu, harðvið og bárustáli. Viðargluggar eru einnig álklæddir. Sérstök áhersla er lögð á hljóðeinangrun í húsunum. Til að ná fram því besta sem völ er á verða gólfplötur annarar hæðar og ofar einangraðar sérstaklega undir gólfílögn. Gert er ráð fyrir að hægt sér að tengja ljósleiðara inn í hverja íbúð og eins eru síma-, internet- og loftnetstengingar í öllum herbergjum. Í öllum íbúðum er dyrasími tengdur myndavél í anddyri. Innréttingar eru vönduð og viðurkennd íslensk smíð frá Brúnás innréttingum og gefst kaupendum kostur á að velja um þrjár mismunandi viðartegundir, beyki, eik og mahony. Öllum íbúðum fylgir sér geymsla í kjallara, auk bílastæðis í bílageymsluhúsi. Ekið er niður ramp og þaðan niður í bílageymsluhús, en innangengt er úr því inn í stigahús með lyftu. Bílastæði verða máluð og garðurinn skreyttur limgerði, túnþökum og framan við innganga verður hellulögn með snjóbræðslu. Íbúðir verða afhendar fullbúnar án gólfefna en baðherbergi verður flíslagt í hólf og gólf. Fyrra húsið, Laugarnesvegur 87, verður afhent í desember 2002 og það síðara, Laugarnesvegur 89, í febrúar 2003.

"Þetta eru einkar vel staðsettar byggingar í hjarta borgarinnar með mikilli nálægð við alla þjónustu, t.d. skóla, leikskóla, verslanir, sundlaug og útivistarsvæði svo sem Laugardalinn. Lóðin er stór og stendur í töluverðri fjarlægð frá næstu lóðum og eins er garðurinn einkar vel staðsettur gangvart sólu. Gott skjól mun myndast bæði af veggjum húsanna og eins mun trjágróður mynda gott skjól og hljóðeinangrun í náinni framtíð. Þarna verður góð leikaðstaða fyrir börnin og barnabörnin sem koma í heimsókn", segir Knútur Bjarnason sölufulltrúi hjá ÍAV

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn