Geymsla

01. desember 2004

Breytt skipan

Upp úr 1990 varð ljóst að þeirri skoðun hafði vaxið fylgi að breyta ætti verktökufyrirkomulagi á Íslandi. Bandalagsþjóðir Íslands í NATO stefndu að breyttu fyrirkomulagi en stöðugt stærri hluti varnarframkvæmda var frá þeim tíma fjármagnaður af Mannvirkjasjóði NATO. Ríkisstjórn Íslands samþykkti árið 1992 að útboð framkvæmda á vegum NATO yrðu opin fyrirtækjum í öllum aðildarlöndum bandalagsins.

Í framhaldi af því var í samningum íslenskra og bandarískra stjórnvalda í ársbyrjun 1996 tekin ákvörðun um að afnema í áföngum það fyrirkomulag að íslensk stjórnvöld tilnefndu verktaka til að semja um framkvæmdir á varnarsvæðum og að stefnt yrði að frjálsum útboðum verkefna í framtíðinni.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn