Geymsla

13. nóvember 2004

Bygging Íþróttaakademíu í Reykjanesbæ hafin

Húsið verður alls 2.700 fermetrar, að hluta á tveimur hæðum og er áætlaður byggingarkostnaður um 450 milljónir króna. Á jarðhæð verður m.a. fyrirlestrarsalur, kennslustofur og stór íþróttasalur. Á efri hæð verður m.a. kennslu- og rannsóknaaðstaða ásamt bókasafni og kennaraaðstöðu.

Í október s.l. var verkið boðið út og reyndist ÍAV eiga lægsta tilboðið, sem þó var yfir áætluðum framkvæmdakostnaði verksins. Frá því tilboð voru opnuð hafa hönnuðir, eftirlitsaðilar, ásamt aðalverktaka unnið við að finna leiðir til að lækka byggingarkostnað niður fyrir kostnaðarmarkmið Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. sem verða eigendur byggingarinnar. Arkitektar byggingarinnar eru þeir Páll Tómasson og Haraldur Örn Jónsson frá Arkitektur.is.

Verkefnisstjóri verður Björgúlfur Pétursson en byggingastjórn verður í höndum Kristjáns Sigurðssonar.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn