Geymsla

09. september 2003

Bygging stöðvarhúss Kárahnjúkavirkjunar

Fulltrúar Landsvirkjunar og Fosskrafts undirrituðu þann 9. september 2003 samning upp á um 8,3 milljarða króna um gerð stöðvarhúshvelfingar Kárahnjúkarvirkjunar. Fosskraft átti lægsta tilboð í verkið. Fosskraft er í eigu fjögurra fyrirtækja: ÍAV, Ístaks, E. Phil & Sön í Danmörku og Hochtief í Þýskalandi.

Samninginn undirrituðu Friðrik Sophusson fyrir hönd Landsvirkjunar, Stefán Friðfinnsson fyrir ÍAV, Loftur Árnason fyrir Ístak, Sören Langvad fyrir E.Phil & Sön og Harald Wolf og Roberto Simoni fyrir Hochtief. Verkefni Fosskrafts næstu árin er að grafa aðkomugöng inn í Teigsbjarg í Fljótsdal (7,5 x 7,2 m), strengjagöng (4,0 x 4,0 m), stöðvarhúshelli (115 x 14 x 34 m), spennahelli (103 x 13,5 x 16 m) og tvenn fallgöng (3,5 m að þvermáli og 410 m löng) ásamt frárennslisgöngum (9 x 9 m). Síðan mun fyrirtækið steypa upp og ganga frá stöðvarhúsinu og tilheyrandi mannvirkjum.

Undirbúningsframkvæmdir eru þegar hafnar í Fljótsdal. Byrjað er að reisa vinnubúðir á vettvangi og Héraðsverk á Egilsstöðum er að grafa frá væntanlegum gangamunnum til að Fosskraftsmenn geti byrjað á sjálfri gangagerðinni þann 15. október 2003. Gert er ráð fyrir að rúmlega 100 manns verði við störf að jafnaði meðan verið er að sprengja og grafa göng í fjallið en að starfsmönnum fjölgi þegar farið verður að byggja stöðvarhúsið og tilheyrandi mannvirki.

Á myndinni eru Harald Wolf, Stefán Friðfinnsson og Friðrik Sophusson.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn