Geymsla

01. desember 2004

Framtíðarhorfur

Þáttaskil hafa orðið í rekstri Íslenskra aðalverktaka hf. Félagið hefur nú tekið á sig þá mynd sem að var stefnt af hálfu stjórnar félagsins sem alhliða verktaka- og fasteignafyrirtæki. Verkefnastaða samstæðunnar er góð þrátt fyrir að verkefni félagsins innan varnarsvæða hafi dregist saman. Sérstaklega stendur félagið vel að vígi á íbúðamarkaði og nam velta samstæðunnar á árinu 2002 7,9 milljörðum króna.

Íslenskir aðalverktakar eru nú eitt stærsta og öflugasta verktakafyrirtæki landsins. Þær breytingar sem gerðar hafa verið gera félaginu kleift að vera til framtíðar öflugur þátttakandi á öllum sviðum byggingariðnaðar, hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, opinberar byggingar, hverskonar mannvirkjagerð, jarðvinnu eða gatnagerð.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn