Geymsla

23. nóvember 2004

Fréttatilkynning frá Framkvæmdanefnd um einkavæðingu

Með auglýsingu sem birtist í Kauphöll Íslands 6. mars sl. óskaði framkvæmdanefnd um einkavæðingu eftir tilboðum í 39,86% hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf. Í auglýsingunni voru tilgreindir skilmálar sölunnar ásamt þeim atriðum sem ráða myndi vali á tilboðsgjöfum til viðræðna um kaup á umræddum hlut.

Frestur til að skila inn tilboðum rann út 21. mars sl. og skiluðu eftirfarandi tilboðsgjafar inn tilboðum:

- Jarðboranir hf.
- JB Byggingafélag ehf. og Trésmiðja Snorra Hjaltasonar ehf.
- Joco ehf.
- Eignarhaldsfélagið AV ehf. Í tilboðshópnum eru stjórnendur og fjöldi starfsmanna Íslenskra aðalverktaka hf.

Ákveðið var að leita til Verðbréfastofunnar hf. um mat á tilboðunum út frá þeim forsendum sem tilgreindar voru í skilmálum sölunnar. Niðurstaða Verðbréfastofunnar hf. er sú að út frá þessum forsendum ætti að ganga fyrst til viðræðna við Eignarhaldsfélag AV ehf. á grundvelli tilboðs þeirra. Þessi niðurstaða var rædd í framkvæmdanefnd um einkvæðingu og lögð fyrir ráðherranefnd um einkavæðingu sem staðfesti niðurstöðuna.

Gert er ráð fyrir að niðurstaða fáist í viðræðurnar innan tveggja vikna.

Reykjavík, 25. apríl 2003

Framkvæmdanefnd um einkavæðingu

 

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn