Geymsla

26. nóvember 2004

Fyrstu íbúarnir flytja inn í Sóltún

Fyrstu 14 íbúðirnar í Sóltúni hafa nú verið afhentar, en áætlað er að 73 íbúðir í Sóltúni verði afhentar á þessu ári. Gífurleg eftirspurn er eftir íbúðum í Sóltúni, allar íbúðir í fyrsta byggingaráfanga seldust upp og þegar hafa 65 manns skráð sig á biðlista fyrir íbúðir í Mánatúni þó að sala sé ekki enn hafin.
Framkvæmdir ganga í alla staði vel, og á dögunum bættist rós í hnappagatið þegar Sóltún 5,7,9, og 11 hlaut viðurkenningu Byggingarnefndar Reykjavíkur fyrir framúrskarandi hönnun Ingimundar Sveinssonar arkitekts.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn