Geymsla

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Viðskiptavinir og hagsmunaaðilar

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Starfsmenn

  • Unnið verði markvisst að því að hækka þekkingarstig starfsmanna í nýráðningum og með endur- og símenntun.
  • Starfsfólki verði gefinn kostur á krefjandi verkefnum sem fullnægja metnaði þeirra og reynslu og sveigjanleika í starfi.

Öryggi, umhverfi og gæði

  • ÍAV verði gæðavottað skv. ISO 9001 árið 2009, og fái umhverfisvottun og öryggisvottun í kjölfarið.

Samfélag

  • Fyrirtækið verði virkur þátttakandi í samfélaginu m.a. með stuðningi við íþrótta-, menningar-, æskulýðs- og líknarstarf, eftir því sem aðstæður leyfa hverju sinni.Einnig með þátttöku í kennslu, rannsóknarverkefnum og faglegu starfi á starfssviði félagsins.

Rekstur

  • Velta ÍAV aukist árlega bæði innanlands og utan.Að ÍAV verði leiðandi í landþróunarverkefnum og á húsnæðismarkaði með þróun nýrra leiða í samningum, fjármálum, efnisvali og útfærslum.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn