Geymsla

23. nóvember 2004

Glæsilegar höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur vígðar

Þann 23. apríl 2003 voru glæsilegar nýjar höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur vígðar. Starfsmenn ÍAV hófu framkvæmdir við innanhúsfrágang febrúar 2002.

Byggingin er 14.000 fermetrar að stærð og skiptist í tvö sjálfstæð hús sem eru annars vegar sjö hæða ferhyrnd bygging og hins vegar átta hæða bogalaga bygging. Húsin tvö eru tengd saman með 27 metra hárri glerhvelfingu. Um 7.400 fermetrar eru parketlagðir í húsinu og er það stærsta parketlagða gólf á Íslandi. Terrassó er á 2.000 fermetra gólfrými og er það stærsta terrassó gólf sem lagt hefur verið hér á landi. Um 7.000 fermetrar af loftum hússins eru klæddir með álpanel og er það stærsta panelklædda loft landsins.

 

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn