Geymsla

26. nóvember 2004

Hægt er að skoða myndir í hringsjá (360 gráður) af glæsilegri íbúð í Sóltúni

 vef ÍAV hefur verið tekin í notkun ný myndtækni til þess að skoða innanmyndir í glæsilegri íbúð í Sóltúni. Tæknin felst í að allir sem hafa aðgang að netinu geta skoðað eignina á þann hátt sem hverjum og einum hentar best. Ekki þarf öfluga tölvu til þess að skoða myndirnar á Netinu, venjulegar heimilistölvur duga vel. Hægt er að ferðast 360 gráður um eignina rétt eins og um hreyfimynd sé að ræða.

Að sögn Knúts Bjarnasonar, sölufulltrúa hjá ÍAV, er hægt að stöðva ferðina við ákveðin rými og skoða þau í nærmynd og einnig er hægt að velta sjónarhorninu. Þessi myndtækni hefur það umfram venjulegar myndbandsmyndir að yfirferðin um eignina er stöðugri og hægt er að stoppa á ferð sinni um íbúðina og skoða nærmyndir. Einnig er hægt að breyta sjónarhorninu eftir þörfum hvers og eins eða allt frá gólfi og upp í loft.

Smellið hér til að skoða íbúðina með hringsjá.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn