Geymsla

26. nóvember 2004

Hagnaður ÍAV

Hagnaður Íslenskra aðalverktaka hf. árið 1999 var 206,8 milljónir krónur að teknu tilliti til reiknaðra skatta.
Hagnaður samstæðu Íslenskra aðalverktaka hf. (ÍAV) nam 206,8 milljónum króna árið 1999 að teknu tilliti til reiknaðra skatta en var 123,8 millj.kr árið 1998.
Ársreikningur Íslenskra aðalverktaka hf. hefur að geyma samstæðureikning félagsins
og dótturfélaga þess og ársreikning móðurfélagsins. Hann er gerður eftir sömu reikningsskilaaðferð og árið áður.
Rekstrartekjur samstæðunnar námu samtals 6.230 milljónum króna.
Samkvæmt efnahagsreikningi námu heildareignir ÍAV samstæðunnar 9.412 milljónir króna.
Bókfært eigið fé í árslok 1999 var 2.767 millj.kr. og eiginfjárhlutfall var 29,4 %.
Veltufé samstæðunnar frá rekstri var 538 millj.kr. samanborið við 400 milljónir á árinu 1998. Veltufjárhlutfall samstæðunnar var 1,53 í árslok 1999.
Að meðaltali störfuðu 622 starfsmenn hjá samstæðunni á árinu 1999.
Stjórn Íslenskra aðalverktaka samþykkti á fundi sínum í dag að leggja til við aðalfund sem haldinn verður 18. apríl nk. að greiddur verði 7 % arður til hluthafa.
Ársreikningur félagsins mun liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn