Geymsla

24. nóvember 2004

Hagnaður 110,7 milljónir að teknu tilliti til reiknaðra skatta

Á stjórnarfundi Íslenskra aðalverktaka hf. þann 30. maí var árshlutareikningur fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2002 staðfestur. Árshlutareikningur Íslenskra aðalverktaka hf. hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess. Hann er gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður.

Starfsemi ÍAV á fyrsta ársfjórðungi 2002
Rekstur félagsins á fyrsta ársfjórðungi gekk vel, en í rekstri verktakafyrirtækja eru fyrstu mánuðir hvers árs að jafnaði erfiðastir hvað varðar framkvæmdir utanhúss vegna veðurskilyrða. Á tímabilinu var lokið við ýmis stórverkefni auk þess sem félaginu gekk vel á tilboðsmarkaði við öflun nýrra verkefna. Samdráttur í rekstrartekjum félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2002, samanborið við síðasta ár skýrist af því að í janúar lauk félagið stórum verkefnum, og á sama tíma var unnið að öflun nýrra verkefna, en þau verkefni sem náðust á tilboðsmarkaði fara aftur á móti ekki að skila félaginu tekjum að ráði fyrr en eftir lok ársfjórðungsins.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn