Geymsla

26. nóvember 2004

Hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir 744 milljónir króna

Rekstur á þriðja ársfjórðungi
Rekstur félagsins á þriðja ársfjórðungi gekk vel og var hagnaður 194 miljónir eftir að tekið hefur verið tillit til reiknaðra skatta. EBITDA var 271 milljónir og hagnaður fyrir fjármagnsliði 193 milljónir króna. Fjármagnsliðir eru hins vegar nettó neikvæðir um 71 milljón króna. Að tekju tilliti til afkomu hlutdeildar félags er hagnaður á þriðja ársfjórðungi fyrir skatta 141 milljón króna. Reiknaðir skattar eru jákvæðir um 53 milljónir króna og skýrist það af mestu að í níu mánaða uppgjörinu er tekið tillit til boðaðra skattalækkana á fyrirtæki, en tekjuskattshlutfall þeirra á að lækka úr 30% í 18%.

Efnahagur
Samkvæmt efnahagsreikningi námu heildareignir samstæðunnar 8.737 milljónum króna í lok tímabilsins, en voru 8.768 milljónir króna í lok ársins 2000. Heildarskuldir voru 5.661 milljónir króna í september lok, en til samanburðar voru þær 5.779 milljónir króna í árslok 2000. Bókfært eigið fé þann 30. september nam 3.076 milljónum króna og er eiginfjárhlutfall samstæðunnar 35% samanborið við 34% í árslok 2000. Innra virði hlutafjár var 2,2 í lok tímabilsins, en var 2,1 í lok árs 2000.

Sjóðsstreymi
Veltufé samstæðunnar frá rekstri var 347 milljónir króna, samanborið við 458 milljónir króna á öllu árinu 2000. Handbært fé í lok september var 532 milljónir króna og hafði þá hækkað um 56 milljónir króna frá upphafi árs. Veltufjárhlutfall var lok september 1,42 í samanburði við 1,4 í árslok 2000.


Starfsemi ÍAV á tímabilinu janúar - september
Ef litið er framhjá háu vaxtastigi og lækkunar íslensku krónunnar hefur rekstur félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins verið ágætur. Verkefnastaða hefur verið góð, þó heldur minni verkefni séu nú framundan, miðað við sama tíma í fyrra. Helstu verkefni sem félagið vinnur nú að eru bygging hjúkrunarheimilis, íbúðarblokka við Sóltún og Mánatún, íbúða í Mosfellsbæ, bygging Vatnsfellsvirkjunar, bygging þjónustuskála fyrir Alþingi, bygging fjölnota íþróttahúss á Akureyri, bygging 60 íbúða fjölbýlishúss við Laugarnesveg, rekstur malarnáms og almennrar jarðvinnu og margvíslegar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn