Geymsla

24. nóvember 2004

Hagnaður fyrstu 9 mánuði ársins 250 milljónir að teknu tilliti til reiknaðra skatta

Á stjórnarfundi Íslenskra aðalverktaka hf. þann 22. nóvember var árshlutareikningur fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2002 staðfestur. Árshlutareikningur Íslenskra aðalverktaka hf. hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess. Hann er gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður.

Rekstrartekjur samstæðu Íslenskra aðalverktaka hf. námu 5.477 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2002, samanborið við 6.521 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBITDA) er 390 milljón króna, samanborið við 744 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum 2001. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta nam 176 milljónum króna á móti 514 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum árs 2001. Hagnaður félagsins fyrir skatta, að teknu tilliti til afkomu hlutdeildarfélags nam 319 milljónum króna samanborið við 136 milljónir króna tap á fyrstu níu mánuðum ársins 2001. Að teknu tilliti til reiknaðra skatta nam hagnaður félagsins á fyrstu níu mánuðum árs 2002 250 milljónum króna samanborið við 20 milljónir króna tap á fyrstu níumánuðum árs 2001.

Fjármagnsliðir voru nettó jákvæðir um 55 milljón krónur á fyrstu níu mánuðum ársins 2002, samanborið við neikvæða stöðu uppá 632 milljón króna á fyrstu níumánuðum árs 2001. Skýrist þessi breyting að talsverðu leyti af sveiflum á gengi íslensku krónunnar, en verulegur hluti skulda félagsins er bundinn erlendum myntum. Auk þess hefur fjármálastarfsemi verið vaxandi hluti af starfsemi félagsins á síðustu mánuðum og skilar félaginu ásættanlegum árangri það sem af er ári. Meðal fjármagnsgjalda eru á árinu gjaldfærðar rúmar 106 milljónir króna þar sem öll markaðsverðbréf félagsins eru nú færð á markaðsverði, en hluti þeirra hafði áður verið færður á kaupverði.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn