Geymsla

23. nóvember 2004

Hundraðasta íbúðin í Klapparhlíð afhent

ÍAV afhentu föstudaginn 19. desember 2003 hundruðustu íbúðina í Klapparhlíð í Mosfellsbæ. Bygging hverfisins hófst í mars 2001 og voru fyrstu íbúðir afhentar í nóvember sama ár. Sérlega rúmt er um húsin í hverfinu, en þau samanstanda af lágreistum fjölbýlishúsum og raðhúsum. Hverfið er mjög fjölskylduvænt í nálægð við skóla og leikskóla auk þess sem stutt er á góð útivistarsvæði.

Kaupendur hundruðustu íbúðarinnar eru Lýður Ólafsson og Rósa H. Haraldsdóttir. Þau fluttu í íbúðina fyrir jól ásamt þremur börnum sínum.

Á myndinni má sjá frá vinstri, Baldur Reynisson byggingastjóra, Lýð, Ingu Brynju Magnúsdóttur sölufulltrúa og Sverri Gunnarsson gæðastjóra.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn