Geymsla

24. nóvember 2004

Internetsamband í hæstu hæðum

Íslenskir aðalverktakar hafa sett upp internetsamband um gervihnött vegna framkvæmda við Kárahnjúkaveg. Komið hefur verið fyrir fjarskiptastöð sem þjónar starfsmönnum ÍAV á staðnum. Um er að ræða 512 Kb sítengt internetsamband um Eutelsat gervihnött með IP síma. Móttökuskilyrði eru mjög góð, en stöðin er í um 730 metra hæð yfir sjávarmáli og því sú hæsta á landinu. Auk gervihnattasambands, sér stöðin um endurvarp talstöðvarsambands og í stöðinni er NMT fax, en skilyrði fyrir GSM síma er afleitt á þessum slóðum.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn