Geymsla

24. nóvember 2004

Mikil samgöngubót fyrir íbúa Mosfellsbæjar

Mánudaginn 2. desember 2002 klipptu Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri í Mosfellsbæ og Stefán Friðfinnsson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka, á borða við Baugshlíð í tilefni af formlegri opnun vegarins fyrir umferð sem er mikil samgöngubót fyrir bæjarbúa.

Opnað hefur verið fyrir umferð frá Baugshlíð í Mosfellsbæ upp á Vesturlandsveg með hringtorgi. Með þessum hætti styttist akstursleiðin milli vesturhluta Mosfellsbæjar, þ.e. Höfða-, Hlíða-, og Tangahverfi og Reykjavíkur. Jafnframt hefur verið lokað fyrir aðkomu að Blikastöðum frá Vesturlandsvegi, en í staðinn verður ekið að Blikastöðum frá Baugshlíð. Þegar Blikastaðaland fer í uppbyggingu verður þetta aðkoman að hluta Blikastaðasvæðisins. Auk þess er þetta átak í umferðaröryggi Vegagerðarinnar sem miðar að því að fækka gatnamótum á Vesturlandsvegi til að draga úr slysahættu.

Tengingin við Vesturlandsveg er mikil samgöngubót fyrir Mosfellinga, því mikið uppbyggingarstarf á sér stað í þessum hluta bæjarins. Í dag eru mestu framkvæmdir við Klapparhlíð, en þar reisa Íslenskir aðalverktakar heilt hverfi lágreistra fjölbýlishúsa sem og raðhúsa.
Mosfellsbær og Vegagerðin stóðu að framkvæmdunum en heildarkostnaður við Baugshlíð, hringtorgið og tenginguna við Blikastaði er áætlaður tæplega 180 milljónir króna.
Aðalverktaki var Íslenskir aðalverktakar en að auki kom Arnarverk að gerð hringtorgsins. Verkfræðistofan Fjölhönnun og Almenna verkfræðistofan sáu um hönnun auk Verkfræðistofunnar VSB sem sá um hönnun á vegtengingunni við Blikastaði.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn