Geymsla

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

ÍAV hf., er stærsta dótturfélag Íslenskra aðalverktaka ehf.  ÍAV hf. starfar á almennum verktakamarkaði en forstjóri félagsins er Karl Þráinsson.  ÍAV hf. sér einnig um að veita öðrum félögum innan samstæðunnar margvíslega stoðþjónustu svo sem á sviði bókhalds og fjármála.

ÍAV Fasteignaþjónusta ehf., tók til starfa um áramótin.  Framkvæmdastjóri þess er Kristján Arinbjarnar.  Félagið starfar á viðhaldsmarkaði fasteigna og að verkefnum tengdum fasteignaþjónustu.  Félagið tekur einnig þátt í útboðum sem henta starfsemi félagsins.

ÍAV námur ehf., er félag sem tók til starfa í byrjun ársins.  Félagið sér um rekstur á námum sem áður heyrðu undir starfssemi ÍAV.  Fyrst um sinn mun Eyjólfur Bjarnason stýra ÍAV námum ehf.

 

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn