Geymsla

01. desember 2004

Nýtt fyrirtæki

ÍAV - Íslenskir aðalverktakar hf. voru síðan stofnaðir 31. maí 1997 með yfirtöku ákveðinna eigna og skuldbindinga, ásamt öllum verksamningum Íslenskra aðalverktaka sf. sem þá höfðu starfað sem verktakar á varnarsvæðum hérlendis allt frá 1954.

Frá árinu 1998 til dagsins í dag hafa orðið verulegar breytingar á rekstri og stjórnskipulagi félagsins en félagið stefnir markvisst að því að vera alhliða fyrirtæki á öllum sviðum mannvirkjagerðar bæði hvað varðar fjármögnun og framkvæmdir og að vaxandi hluti starfseminnar verði á sviði eigin framkvæmda og nýsköpunar.

Í maí 2003 keypti eignarhaldsfélagið AV, sem er í eigu stjórnenda og starfsmanna ÍAV, hlut íslenska ríkisins í félaginu og gerði í framhaldi af því öðrum hluthöfum yfirtökutilboð.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn