Geymsla

09. febrúar 2005

Sýningaríbúð

Eins og nefnt var í síðustu grein ætla ég að fjalla um sýningaríbúð ÍAV í Klapparhlið í Mosfellsbæ í þetta skiptið. Þar er verið að byggja og töluvert tilbúið af skemmtilegum og nútímalegum íbúðum sem henta bæði buddu og flestum fjölskyldustærðum. Skipulag innan og utan er fjölskylduvænt og eru íbúðirnar hannaðar af teiknistofunni Úti og Inni. Við settum upp sýningaríbúð nýverið þar sem við lékum okkur aðeins með efni og innréttingar, skiptum t.d. mahogany út fyrir eik. Svo var ákveðið að velja í íbúðina íslensk húsgögn og myndlist og því lagt land undir fót og úrvalið í búðum skoðað. Sýni hér fyrst utanhússmynd.

 

Gangur

Þegar inn í íbúðina er komið blasir við þessi létta svalahurð, í sýningaríbúðinni er gengið beint út í garðinn og mér finnst einstaklega skemmtilegt að ekki séu gluggapóstar sjáanlegir, birtan verður skemmtilegri fyrir vikið og gler niður í gólf nútímalegt og flott.

 

 

 

Eldhús - borðstofa

Hér sést eldhúsið og borðstofan, íbúðin er opin og létt yfirbragð ríkir og þarna höfum við bæði háa skápa og lága, breyttum aðeins þeim innréttingum sem segja má að séu standard í þessum íbúðum og er það Brúnás sem sér um innréttingasmíðina, afar vönduð og fín vinnubrögð. Að sjálfsögðu leitaði ég svo til Epal með að fá lánuð húsgögn og var mér vel tekið eins og við er að búast af aðilum sem eru ávallt í fararbroddi við að kynna góða hönnun fyrir fagfólki jafnt sem almenningi. Hér sjást borð og stólar eftir Erlu Sólveigu, fáanlegt í Epal ásamt annari hönnun frá henni. Hönnun og framleiðsla á heimsmælikvarða enda orðin eftirsótt vara. Íslenskir hönnuðir eru mjög flinkir og gaman að kynna sér hvað fólk er að gera og hvað er í gangi, veljum íslenskt.

 

Myndlist - sófi

Þegar kom að því að velja myndlist sá ég fyrir mér litríka abstrakt myndlist og fannst tilvalið að hafa samband við Þorstein Helgason sem nýverið var með sýningu á sínum verkum. Hann er reyndar menntaður og starfar sem arkitekt en er einnig í myndlist og hefur fengið fína dóma fyrir verk sín og ég verð að segja að ég er afar hrifin af litanoktun, áferð og uppbyggingunni í myndunum hans. Vildi gjarnan eina svona á vegg heima hjá mér. Hér sést mynd eftir hann fyrir ofan sófa úr ljósu leðri sem ég hannaði nýverið og GÁ húsgögn í Ármúla framleiðir, vinn alltaf með Grétari þar sem hann er meðvitaður um hönnun, reyndur í faginu og afar hjálplegur og tilbúinn að gera nýja hluti og útfærslur, alltaf gaman að sjá hlutinn hoppa af teikniborðinu og fylgjast með framleiðslunni. Við gerðum tvær útgáfur í þetta skiptið, einn alveg úr leðri eins og sjá má á þessari mynd og annan sem er bæði með leðri og áklæði. Í því tilviki voru sessur og bak úr ljósu áklæði sem fer vel með leðrinu og armar, bak og lausir púðar úr ljósu leðri, kom mjög vel út líka.

 

Stóll og mynd

Hér sést stóll sem ég hannaði fyrir tveimur árum fyrir veitingastað Sigga Hall á Óðinsvéum og passar ágætlega við sófann, líka búinn til í GÁ húsgögnum. Á veggnum fyrir aftan er önnur mynd eftir Þorstein og það var gaman að sjá hversu mikið myndlistin gaf rýmunum sem við vorum að setja húsgögnin í. Alveg á hreinu að það auðgar hvert heimili að fjárfesta í góðri list. Takið eftir hversu svalahurðin er skemmtileg með þessum glugga niður í gólf, hrifin af þessu.

Að lokum

Stofan í heild sinni, ljóst létt og kantað eins og er svo mikið núna og ég er hrifin af , ljós og lampar úr Epal og myndlistin punkturinn yfir iið. Er á leið til Ítalíu og verð með augun opin fyrir nýjungum í húsum og hönnun. Eigið áfram gott sumar.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn