Geymsla

08. desember 2004

Samstarfssamningur Háskóla Íslands og Heilsugæslunnar

Forsvarsmenn Háskóla Íslands og Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa undirritað fimm ára samstarfssamning um kennslu og vísindamálefni. Tilgangurinn með samningnum er að efla samstarf Háskóla Íslands og heilsugæslunnar í því skyni að nýta sem best þá sérþekkingu, kunnáttu, efnivið og aðstöðu sem samningsaðilar hafa yfir að ráða.
Með samningnum er samstarf heilsugæslunnar og heilbrigðisvísindadeilda H.Í., sem meðal annars felst í klínískri kennslu lækna- og hjúkrunarfræðinema á heilsugæslustöðvum, skilgreint og það fellt í ákveðið form.

Meginmarkmið samningsins eru: 

  • Að auka hlutfall ungs fagfólks í heilsugæslunni. 
  • Að starfsfólk heilsugæslunnar annarsvegar og nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands hins vegar hafi greiðan og gagnkvæman aðgang að sérþekkingu. 
  • Að stuðla að framgangi vísindarannsókna heilbrigðisstétta tengdum heilsugæslu.

Undirritunin fór fram á Heilsuverndarstöðinni miðvikudaginn 7. desember 2004. Auk Heilsugæslunnar í Reykjavík, Heilsugæslunnar Kópavogi, Heilsugæslunnar Seltjarnarnesi og Heilsugæslustöðvar Mosfellsumdæmis eiga Heilsugæslan Hafnarfirði og Heilsugæslan Garðabæ aðild að samningum

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn