Geymsla

23. nóvember 2004

Sveit ÍAV Íslandsmeistari í brids

Sveit ÍAV varð hlutskörpust á Íslandsmótinu í brids sem lauk um páskana. Undir lok mótsins börðust þrjár sveitir um sigurinn og skildu aðeins 3,5 stig sveitirnar að í lokin. Sveit ÍAV spilaði sérlega vel og sigraði verðskuldað. Sveitin vann góða sigra á aðalkeppinautunum, sveit Guðmundar Sv. Hermannssonar 22-8 og sveit Subaru 24-6. Sveitin hlaut 171,5 stig, sveit Guðmundar Sv. Hermannssonar 170 stig og sveit Subaru 168 stig. Sveit ÍAV skipuðu Sævar Þorbjörnsson, Matthías Þorvaldsson, Bjarni Einarsson, Þröstur Ingimarsson, Anton Haraldsson og Sigurbjörn Haraldsson.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn