Geymsla

26. nóvember 2004

Tækniakur hf. kaupir fasteignir Orkuveitu

Fréttatilkynning frá Símanum, Landsafli og Orkuveitu Reykjavíkur

Tækniakur hf., nýstofnað eignarhaldsfélag í eigu Símans og Landsafls, fasteignafélags Íslenskra aðalverktaka, undirritaði í dag samning við Orkuveitu Reykjavíkur um kaup á fasteignum Orkuveitunnar við Suðurlandsbraut 34 og Ármúla 31. Kaupverð lóðarinnar og bygginga, sem þar eru fyrir, er um milljarður króna. Um er að ræða byggingar sem eru samtals u.þ.b. 11.000 fermetrar að flatarmáli og u.þ.b. 26.000 fermetra lóð. Gert er ráð fyrir að Orkuveitan leigi núverandi húsnæði sitt af ækniakri þar til fyrirtækið flytur í nýjar höfuðstöðvar.

Síminn og Landsafl eiga Tækniakur hf. til helminga. Síminn mun flytja höfuðstöðvar sínar í hlutaf af því húsnæði, sem byggt verður á reitnum. Hafinn er undirbúningur að sölu fasteigna Símans við Austurvöll. Markmið Tækniakurs er jafnframt að þróa reitinn og setar þar upp vandað sérhannað húsnæði til sölu eða leigu fyrir hátæknifyrirtæki ásamt annarri nauðsynlegri þjónust.

Höfuðstöðvar Símans verða byggðar á lóð Orkuveitunnar
Lð Orkuveitunnar er heppilegur staður fyrir nýjar höfuðstöðvar Símans, þar sem fyrirtækið hefur mikla starfsemi í næsta nágrenni. Nálægðin við Múlastöðina, helsta tæknisetur Símans, mun auka hagkvæmni í rekstri fyrirtækisins. Þá telur Síminn nábýlið við fleiri hátæknifyrirtæki einkar áhugavert. Fyrirtækið horfir til þess að þurfa ekki endilega að eiga sjálft húsnæði undir höfuðstöðvar, heldur leigja það langtímaleigu, minnka þannig fjárbindingu í húsnæði og auka sveigjanleika ef umfang starfseminnar breytist.

Orkuveitan er að undirbúa að flytja höfuðstöðvar sínar upp á Réttarháls og reiknar með að flytja í þær vorið 2002. Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur eru á þremur stöðum í dag en verða undir einu þaki á Réttarhálsi.

Með því að nýjar höfuðstöðvar Símans rísi á lóð Orkuveitunnar er áframhaldandi vera höfuðstöðvanna tryggð í Reykjavík en Síminn er einn stærsti vinnustaðurinn í borginni. Eins og kunnugt er voru uppi fyrirætlanir um að fyrirtækið fengi vilyrði fyrir lóð gegnt lóð Orkuveitunnar á Suðurlandsbraut vegna nálægðar við tæknilegar höfuðstöðvar Landssímans í Múlastöð. Þar sem af því varð ekki er lóð Orkuveitunnar ekki síðri og liggur hún jafnvel betur við lóð Símans.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn