Geymsla

01. desember 2004

Tæknivæðing og starfsmenntun

Á þeim tíma, þegar Íslenskir aðalverktakar sf. hófu starfsemi sína, voru tæpast til í landinu þau tæki og verkþekking sem dugðu til varnarframkvæmda nema hjá Bandaríkjamönnum og verktökum þeirra. Yfirtaka verktökunnar var merkilegur áfangi í iðnsögu Íslands sem reyndist drjúgur skóli fyrir starfsmenntun á sviði byggingariðnaðar. Á vegum fyrirtækisins voru flutt inn til landsins ýmsar vélar og tæki sem ekki höfðu áður sést í íslenskri verktakastarfsemi og sá þess fljótt stað í ýmsum íslenskum framkvæmdum víða um land.

Íslenskir aðalverktakar sf. og ekki síður fyrirrennarar þeirra, Sameinaðir verktakar sf., stóðu einnig að fjölbreyttri menntun byggingarmanna með námsferðum til Bandaríkjanna og ýmsum öðrum hætti í tengslum við sérhæfð verkefni og áttu með því drjúgan þátt í framþróun íslenskrar verkmenningar. Allt var þetta gert með góðum stuðningi íslenskra stjórnvalda og ekki síður Bandaríkjamanna sem vildu alla tíð stuðla að því að yfirfærsla þekkingar héldist í hendur við flóknar framkvæmdir sem fyrirtækið annaðist sem verktaki fyrir Varnarliðið.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn