Geymsla

01. desember 2004

Tilgangur félagsins

Íslenskir aðalverktakar sf. voru upphaflega stofnaðir að frumkvæði íslenskra stjórnvalda og rekstur félagsins byggðist á árlegri tilnefningu utanríkisráðherra til verktöku fyrir Varnarliðið til eins árs í senn. Félagið var upphaflega stofnað til að uppfylla samningsskyldur Íslands við Bandaríkin samkvæmt samningi um verktöku frá 1954.

Meginatriði þess samnings voru meðal annars:
- Að allri verktöku á vegum Varnarliðsins yrði hagað þannig að komið væri í veg fyrir neikvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf.
- Að íslenskir verktakar, tilnefndir af ríkisstjórn Íslands, sæju um alla verktöku sem þeir væru færir um.
- Að íslenskir verktakar tækju að sér rekstur á verktakabúðum og verkstæðum bandarísku verktakanna sem höfðu annast framkvæmdir þar.
- Að fylgt yrði íslenskum stöðlum við hönnun á þeim mannvirkjum varnarliðsins sem ekki væru varnarmannvirki.

Meginósk Bandaríkjamanna var að til væri íslenskur verktaki sem væri svo öflugur og vel búinn að hann gæti með stuttum fyrirvara tekið að sér hvaða verkframkvæmd sem þörf reyndist á. Stofnun Íslenskra aðalverktaka sf. með þátttöku ríkisins var aðferð stjórnvalda til að tryggja að svo yrði og uppfylltu Íslenskir aðalverktakar sf. ávallt þær samningsskyldur með óaðfinnanlegum hætti.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn