Geymsla

01. desember 2004

Umbrotaár ÍAV

Árið 1999 var mikið umbrotaár í starfsemi Íslenskra aðalverktaka hf. Félagið notaði umtalsverðar upphæðir til fjárfestinga í samræmi við stefnumótun stjórnar um framtíðarstarfsemi félagsins. Á árinu 1999 keypti félagið allt hlutafé í tveimur rótgrónum byggingarverktakafyrirtækjum, Ármannsfelli hf. í Reykjavík og Álftárósi ehf. Í Mosfellsbæ. Einnig eignaðist félagið á árinu allt hlutafé í Byggingarfélaginu Úlfarsfelli hf. en eina starfsemi þess félags var eignarhald á Blikastaðalandi í Mosfellsbæ og landsvæði á Álftanesi. Uppbyggingu og framkvæmdum á Álftaneslandinu er lokið en Blikastaðalandið bíður uppbyggingar sem framtíðarbyggingarsvæðí fyrir á annað þúsund íbúðir auk iðnaðar og þjónustusvæða.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn