Geymsla

26. nóvember 2004

Vígsla Lágafellsskóla í Mosfellsbæ

Laugardaginn 10. nóvember 2001 var Lágafellsskóli í Mosfellsbæ vígður. Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ og Íslenskir aðalverktakar (ÍAV) skrifuðu undir verksamning í lok júní 2000. Skólinn er um 5000 fm að gólffleti byggður í boga með 400 metra radius. Arkitektar skólans eru Jón Þór Þorvaldsson og Baldur Ó. Svavarsson hjá Úti og Inni. Byggingin er glæsilega hönnuð klædd að utan með harðvið og álklæðningu. Opið rými er í skólanum sem ætlað er að skapa skemmtilega torgstemmingu.

Í skólanum, sem verður einsetinn, verða rúmlega 300 börn fyrsta árið í 1.-6. bekk. Áætlað er að árið 2006 verði í skólanum um 500 nemendur í 1.-10. bekk. Lögð er áhersla á að koma til móts við nútíma kröfur um aðbúnað af öllu tagi. Allir nemendur fá sitt borð og sinn stól sem stillt eru með aðstoð iðjuþjálfa eftir hæð hvers og eins. Boðið verður upp á heitan og kaldan mat í mötuneyti skólans. Í skólanum fer fram tilraun í stjórnun með sérstakri undanþágu frá grunnskólalögum. Tilraunin felst í því að áhersla verður lögð á stamstarf og eru þrír skólastjórar við stjórnvölin en ekki eru neinir aðstoðarskólastjórar né deildarstjórar. Ráðgjöf og aðstoð verður veitt af Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands undir handleiðslu prófessors Allyson MacDonald. Skólastjórar verða Birgir Einarsson, en hann hefur meistaragráðu í uppeldis- og kennslufræðum auk mikillar reynslu við kennslu, Sigríður Johnsen, en hún var síðast aðstoðarskólastjóri Varmárskóla í Mosfellsbæ og Jóhanna Magnúsdóttir, sem var útibússtjóri Varmárskóla við Lækjarhlíð. Mjög vel hefur gengið að ráða kennara og er búið að ráða faglærða kennara í nánast allar stöður.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn