Geymsla

01. janúar 2004

Vöruhótelið tilbúið til notkunar

Starfsmenn Íslenskra aðalverktaka (ÍAV), ásamt undirverktökum, hafa lokið við hönnun og byggingu glæsilegs Vöruhótels Eimskips við Sundahöfn.

Í mars 2002 var undirritaður samningur milli ÍAV og Eimskips um hönnun og byggingu hússins. Vöruhótelið er stálgrindarhús, grunnflötur er um 17.500 fermetrar. Í húsinu er milligólf um 5.200 fermetrar. Húsið er stærsta hús í Reykjavík í rúmmetrum talið eða um 300.000 rúmmetrar að stærð. Frí lofthæð í aðalsal er 15 metrar og ná hillukerfi upp í þá hæð. Öll hönnun hússins er hluti af samningi og hófst hún í mars ásamt aðstöðusköpun og undirbúningi. Jarðvinna hófst í byrjun apríl og uppsteypa í byrjun maí. Reising stálgrindar hófst í lok júlí og var húsið fokhelt í lok október. Húsið er nú tilbúið til notkunar.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn