Geymsla

23. nóvember 2004

ÍAV fá viðurkenningu fyrir aðbúnaðar- og öryggismál

ÍAV fengu, föstudaginn 17. janúar 2003, viðurkenningu frá Trésmiðafélagi Reykjavíkur fyrir aðbúnaðar- og öryggismál. Stefán Friðfinnsson, forstjóri ÍAV, tók við viðurkenningunni úr hendi Finnbjörns Hermannssonar, formanns Trésmiðafélags Reykjavíkur. Á myndinni eru frá vinstri Stefán, Baldur Reynisson, byggingastjóri ÍAV í Klapparhlíð og Finnbjörn.

Aðbúnaðar- og öryggismál hafa verið eitt af baráttumálum Trésmiðafélags Reykjavíkur um langa hríð. Með samstilltu átaki félagsins, Vinnueftirlits ríkisins og annarra aðila hafa öryggisþættir, ástand aðbúnaðar og umgengni á vinnustöðum batnað á undanförnum árum til muna. Eitt af því sem félagið hefur gert til að vekja athygli á aðbúnaðar- og öryggismálum byggingamanna er að veita fyrirtæki sem skarar framúr í þessum málaflokki viðurkenningu fyrir skilning sinn og framtakssemi. Fyrsta viðurkenningin fór fram 1985 og hefur verið árlegur viðburður frá þeim tíma að einu ári undanskildu, 1997, þá fannst ekkert fyrirtæki sem aðbúnaðarnefnd félagsins taldi viðurkenningavert.

Aðbúnaðarnefnd Trésmiðafélags Reykjavíkur hefur á undanförnum vikum verið að störfum og skoðað ýmis fyrirtæki og beint athyglinni aðallega að útivinnustöðum. Í áliti nefndarinnar segir að í ár hafi Íslenskir aðalverktakar orðið fyrir valinu. Sérstaklega þótti vinnuaðstaða þeirra í Klapparhlíð í Mosfellsbæ standa uppúr. Öll aðstaða s.s. kaffistofa, hreinlætisaðstaða og fatageymsla eru til mikillar fyrirmyndar. Öll umgengni á vinnusvæðinu sjálfu góð, notkun persónuhlífa og önnur öryggisatriði til fyrirmyndar. Þess ber að geta að allir vinnustaðir Íslenskra aðalverktaka eru til fyrirmyndar hvað varðar aðbúnað að starfsfólki. Einnig hefur fyrirtækið sýnt frumkvæði í heilsuskoðun starfsmanna og eru með ýmis verkefni sem lúta að fyrirbyggjandi aðgerðum gegn slysum og álagssjúkdómum.

Twitter Facebook
Til baka

07. mars 2011

Nýir vefir

Í framhaldi af skipulagsbreytingum sem kynntar voru um síðustu áramót er verið að leggja lokahönd á smíði vefa fyrir ÍAV, ÍAV Fasteignaþjónustu og ÍAV Námur.

21. janúar 2011

Gæðastefna ÍAV

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Fréttasafn