Verkflokkur

26. nóvember 2004

ÍAV byggir afurðastöð fyrir kjúklinga í Mosfellsbæ

Fulltrúar alifuglabúsins Móa hf., Íslenskra aðalverktaka hf. og Landsafls undirrituðu samning í byrjun júlí um afurðastöð fyrir kjúklinga í Mosfellsbæ, þá langstærstu og fullkomnustu sinnar tegundar á Íslandi. Þetta verður 4.500 fermetra hús þar sem verður sláturhús, hrávinnsla fyrir pökkun kjúklingakjöts og einnig fullvinnsla og eldhús fyrir kjúklingaafurðir. Þarna verður einnig dreifingarstöð með kæli- og frystigeymslum, skrifstofur og vistarverur starfsfólks. Áætlað er að nýbyggingin rísi á einu ári og verkinu ljúki að fullu í júlí 2001.
Tveir samningar voru gerðir um verkefnið. Annars vegar langtímaleigusamningur á milli Landsafls hf. og Móa um að leigja húsið fyrir starfsemi sína og hins vegar verksamningur á milli Landsafls hf. og ÍAV, Íslenskra aðalverktaka um byggingu hússins.
Nýja afurðastöðin mun marka þáttaskil í starfsemi Móa ehf. og breyta allri aðstöðu fyrir framleiðslu, vinnslu og sölu á kjúklingum. Eigendur Móa hafa unnið sl. tvö ár að undirbúningi og hönnun og er lögð áhersla á að uppfylla þær ströngu kröfur sem gerðar eru til matvælavinnslu í dag og jafnframt að auka verulega hagkvæmni í framleiðslu og vinnslu kjúklingakjöts.
Móabúið á Kjalarnesi og dótturfyrirtæki þess, Ferskir kjúklingar, er í dag annað stærsta kjúklingabú landsins með yfir 30% markaðshlutdeild.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn