Verkflokkur

24. nóvember 2004

Útboð í Kárahnjúkastíflu og aðrennslisgöng

Fimm verktakar og verktakasamsteypur fá að bjóða í gerð Kárahnjúkastíflu og 40 kílómetra löng aðrennslisgöng að stöðvarhúsi í Fljótsdal samkvæmt forvali sem lokið er hjá Landsvirkjun. Íslensk verktakafyrirtæki eru þátttakendur í þremur samsteypanna.

Íslenskir aðalverktakar hf. eru í samvinnu við NCC International AB og Hochtief, Héraðsverk taka þátt í útboðinu ásamt austurískum og brasilískum verktaka og Ístak ásamt dönskum og sænskum verktakafyrirtækjum. Auk þessara þriggja varð eitt ítalskt og annað enskt verktakafyrirtæki fyrir valinu. Tilboð verða opnuð í vor eða snemma sumars. Kostnaðaráætlanir virkjanaframkvæmda eru á bilinu 60 til 80 milljarðar. Endanleg ákvörðun um byggingu álvers í Reyðarfirði og smíði Kárahnjúkavirkjunar á að liggja fyrir 1. september 2002.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn