Verkflokkur

24. nóvember 2004

Þórðarsveigur í Grafarholti

Framkvæmdir eru að hefjast á fjögurra og fimm hæða lyftuhúsum við Þórðarsveig í Grafarholti. Um er að ræða litlar 2ja-4ra herbergja íbúðir á skjólgóðum og fallegum stað. Allar íbúðir eru með sérinngangi, ýmist af svalagangi eða beint af jarðhæð.

Húsin eru staðsteypt. Steyptir veggir eru einangraðir að innan en að utan eru þeir steinaðir og pússaðir að hluta. Íbúðum verður skilað fullbúnum án gólfefna en með flísalögðum baðherbergis- og þvottahúsgólfum og lóð verður frágengin samkvæmt teikningum arkitekts. Vandaðar innréttingar fylgja öllum íbúðum. Bílageymslur verða undir húsunum með sérbílastæði fyrir flestar íbúðir. Fyrstu afhendingar verða 25.september 2003. Nánari upplýsingar eru að finna á söludeild ÍAV s: 530-4200.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn