Fréttir

02. október 2006

Bygging frystigeymslu á Höfn

Nýverið undirrituðu ÍAV og Skinney Þinganes samning um byggingu nýrrar frystigeymslu og tengibyggingu á Höfn í Hornafirði. Frystigeymslan verður um 1.300 fermetrar og tengibyggingin um 600 fermetra og verða byggð á athafnasvæði Skinneyjar Þinganess á Höfn í Hornafirði. Verkið er hafið og eru verklok áætluð í mars 2007. Um 10-15 manns munu vinna við verkið að jafnaði. Verkefnastjóri verður Guðgeir Sigurjónsson og byggingastjóri Gísli Lúðvík Kjartansson.

26. júlí 2005

Stækkun Lagarfossvirkjunar

ÍAV hófu um miðjan apríl 2005 framkvæmdir við stækkun Lagarfossvirkjunar fyrir RARIK. Verkefnið felur í sér stækkun stöðvarhúss til norðurs, nýtt inntak norðan við það sem fyrir er og þrýstivatnsstokk á milli nýja inntaksins og stöðvarhúsviðbyggingar.

24. júní 2005

Grunnskóli í Staðahverfi

ÍAV hófu í ágúst 2004 byggingu á grunnskóla í Staðahverfi í Grafarvogi. Verkið felst í jarðvinnu, uppsteypu og frágangi að utan og innan en skólinn verður tæplega 3.000 fermetrar að grunnfleti á einni hæð. Byggingin er á einni hæð að mestu, en á efri hæð er tæknirými

10. mars 2005

Verksmiðju- og skrifstofuhúsnæði Lýsis

Í byrjun mars 2004 var hafist handa við byggingu húsnæðis fyrir Lýsi að Fiskislóð 5-9. Í húsinu verður öll meginstarfsemi fyrirtækisins, þ.e. tilraunastofa, verksmiðja og skrifstofa.