Fréttir

02. október 2006

Bygging frystigeymslu á Höfn

Nýverið undirrituðu ÍAV og Skinney Þinganes samning um byggingu nýrrar frystigeymslu og tengibyggingu á Höfn í Hornafirði. Frystigeymslan verður um 1.300 fermetrar og tengibyggingin um 600 fermetra og verða byggð á athafnasvæði Skinneyjar Þinganess á Höfn í Hornafirði. Verkið er hafið og eru verklok áætluð í mars 2007. Um 10-15 manns munu vinna við verkið að jafnaði. Verkefnastjóri verður Guðgeir Sigurjónsson og byggingastjóri Gísli Lúðvík Kjartansson.