Fréttir

06. apríl 2011

Straumhækkun Straumsvík

Alcan á Íslandi hf., sem er í eigu Rio Tinto Alcan, hefur samið við ÍAV um tilteknar verklegar framkvæmdir við fyrri áfanga straumhækkunarverkefnisins í Straumsvík. Er þetta fyrsti samningurinn um verklega framkvæmd þessa verkefnis. Straumhækkunarverkefnið í heild skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn, sem er hafinn, miðar einkum að því að efla rekstraröryggi álversins og undirbúa straumhækkun, sem stefnt er að á síðari stigum og er megintilgangur seinni hluta verkefnisins.

24. mars 2011

CRI - Metanól verksmiðja

IAV reisir Metanól verksmiðju á lóð við jarðvarmaorkuver HS Orku við Svartsengi á Reykjanesi ásamt því að leggja heimtaugar s.s. gas, kælivatns og gufulagnir frá HS Orku.

24. mars 2011

Ullarnesbrekka í Mosfellsbæ

Vinna við Ullarnesbrekkuna svokölluðu felst í tvöföldun á Hringvegi 1, frá Hafravatnsvegi að Þingvallavegi ásamt breytingu á hringtorgi við Álafossveg. Einnig er töluvert um umbætur og nýlagningu skólplaga og annarra veitulagna, ásamt því að lengja ræsi. Undirgöng og brú yfir Varmá voru stækkuð og rif á eldri hluta af brú sem þar var, auk þessa voru lagðir nýir göngu- og reiðstígar.