Verkflokkur

23. apríl 2013

Borgartún 33 – Endurbygging

Borgartún 33 var við upphaf framkvæmda um 2.510 m2 steinsteypt skrifstofu- og verslunarhús á þremur hæðum auk kjallara. Verkið fólst í að byggja við og endurinnrétta allt húsið sem nútíma skrifstofuhúsnæði með ákveðnum breytingum á innra skipulagi.

Verkefni ÍAV fólst í að byggja við húsið nýtt stigahús, bæta við fjórðu hæðinni, sjá um rif innanhúss, skipta út gluggum og klæða húsið að utan með  áklæðingu. Einnig var innifalið í verkefninu útboð og utanumhald um aðra verkþætti í stýriverktöku. Þar var um að ræða allar stofnlagnir í húsinu (raflagnir, loftræsing og pípulagnir), innanhússfrágang í stigahúsi og framkvæmdir á lóð.

Hér má sjá PDF skjal um verkið

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn