Verkflokkur

23. nóvember 2004

Bygging þjónustumiðstöðvar Esso í Mosfellsbæ

Nýverið undirrituðu ÍAV og Olíufélagið Esso samning um byggingu nýrrar þjónustumiðstöðvar Esso við Háholt á mótum Vesturlandsvegar og Þverholts í Mosfellsbæ. Stöðin verður um 310 fermetrar að stærð og mun hún verða með svipuðu sniði og stöðvarnar við Borgartún og Ártúnshöfða. ÍAV mun sjá um alla framkvæmd að undanskildum jarðvinnuframkvæmdum en þær hófust nýverið. Gert er ráð fyrir að bygging stöðvarinnar hefjist í júlí og verkinu ljúki í byrjun desember 2003.

Í nýju þjónustumiðstöðinni verður meðal annars þægindavöruverslunin Nesti og Subway veitingastaður ásamt fullkominni bílaþvottastöð. Gert er ráð fyrir að um þrjátíu starfsmenn muni vinna við bygginguna þegar mest verður. Verkefnisstjóri er Gísli Lúðvík Kjartansson.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn