Verkflokkur

23. nóvember 2004

Bygging verslunarmiðstöðvar á Egilsstöðum

Undirritaður hefur verið samningur milli ÍAV og fasteignafélagsins Þyrpingar hf. um byggingu verslunarmiðstöðvar við Miðvang 13 á Egilsstöðum. Byggingin verður 1.800 fermetra stálgrindarhús. Bónus, BT og Office 1 eru meðal aðila sem verða í verslunarmiðstöðinni. Samið hefur verið um að ÍAV innrétti þau rými. Jarðvinna er hafin en áætlað er að byggingunni ljúki í maí nk. Verkefnastjóri er Guðgeir Sigurjónsson.

Á myndinni eru Stefán Friðfinnsson, forstjóri ÍAV og Skarphéðinn S. Steinarsson, framkvæmdastjóri Þyrpingar.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn