Verkflokkur

23. nóvember 2004

Byggingu nýrrar þjónustustöðvar Esso í Mosfellsbæ lokið

Fimmtudaginn 18. desmber 2003 opnaði Olíufélagið nýja glæsilega þjónustustöð við Háholt í Mosfellsbæ. Stöðin er um 310 fermetrar að stærð og með svipuðu sniði og Esso stöðin við Borgartún. ÍAV sá um alla framkvæmd að undanskildum jarðvinnuframkvæmdum en þær hófust upp úr miðjum maí. Bygging stöðvarinnar hófst í júlí.

Í nýju þjónustustöðinni er meðal annars þægindavöruverslunin Nesti, Subway, Kaffitár ásamt bílaþvottastöðinni Löðri. Um fimmtíu starfsmenn unnu við bygginguna þegar mest var. Verkefnisstjóri er Gísli Lúðvík Kjartansson og byggingastjóri er Oddur H. Oddsson.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn