Verkflokkur

26. nóvember 2004

Endurnýjun flugbrautarljósa á Keflavíkurflugvelli lokið

Í júlí 2001 skiluðu Íslenskir aðalverktakar verki sem fólst í endurnýjun flugbrautarljósa á Keflavíkurflugvelli. ÍAV voru lægst bjóðendur að loknu alþjóðlegu útboði og hófust framkvæmdir í maí 2000. Sumarið 2000 var unnið við norður-suður brautina og endurnýjað um 350 km af háspennustrengjum ásamt um 3000 spennubreytum á flugvellinum og sett upp 100 akbrautarljós. Veturinn 2000 voru svo lagnir og allir spennustillar endurnýjaðir auk þess sem vélasalur með nýjum ljósavélum var byggður við spennustöðina. Sumarið 2001 var svo unnið við austur-vestur brautina og aðflugsljósakerfið endurnýjað ásamt ýmsum frágangi. Þegar mest var unnu milli 25 og 30 starfsmenn ÍAV við verkið sem gekk mjög vel og varð engin röskun á flugsamgöngum á verktíma.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn