Verkflokkur

24. nóvember 2004

Endurnýjun verslunarmiðstöðvarinnar í Glæsibæ og nýtt glæsilegt skrifstofuhús

Um miðjan júní 2002 var undirritaður samningur milli Íslenskra aðalverktaka hf. (ÍAV) og Húsfélags Glæsibæjar um endurnýjun og viðbyggingar við verslunarmiðstöðina. Samningurinn felur í sér heildarendurgerð hússins og breytingar sem m.a. fela í sér að byggð verður viðbygging í norður, glerskáli gerður við suðurhlið hússins auk þess sem gólfflatarmál verslunarmiðstöðvarinnar verður aukið talsvert. Að innanverðu verður öll sameign endurnýjuð, en skipt verður um gólfefni og loft, veggir málaðir og flísalagðir, settir upp nýir verslunarfrontar og raf- og lagnakerfi endurnýjuð.

Framkvæmdir eru þegar hafnar og er reiknað með að verkinu ljúki í október 2002. Inngangur í verslunarmiðstöðina verður að vestanverðu í júní og júlí.

Samningurinn felur einnig í sér að ÍAV mun í framhaldi af endurgerð Glæsibæjar byggja fyrir eigin reikning rúmlega 8 þúsund fermetra nýbyggingu á vesturhluta lóðarinnar Álfheima 74, en þar er gert ráð fyrir að rísi glæsilegt 8 hæða skrifstofuhús ásamt fullkomnum bílageymslum tengdum verslunarmiðstöðinni. Staðsetning þessa húss með óhindruðu útsýni í jaðri Laugardalsins gerir þetta mjög eftirsóknarverða eign sem ÍAV býður hvort sem er til sölu eða leigu gegnum fasteignafyrirtæki sitt. Að auki mun ÍAV byggja tæplega 700 fermetra hæð ofan á núverandi 2. hæð Glæsibæjar.

Starfsmenn ÍAV auk undirverktaka munu vinna að verkinu. Arkitekt hússins er Helgi Hjálmarsson, Teiknistofunni Óðinstorgi. Byggingastjóri framkvæmdanna er Guðmundur Helgi Gunnarsson og verkefnisstjóri er Árni Guðlaugsson.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn