Verkflokkur

14. nóvember 2007

Gullengi 6

Verkkaupi: Sellt á almennum markaði

Verk hafið: Í maí 2006

Verklok: Í apríl 2007

Stutt lýsing á verki: Gullengi 6 er þriggja hæða fjölbýlishús, með þremur íbúðum á hæð. Sérinngangur er í hverja íbúð. Í kjallara eru sérgeymslur íbúða, hjóla- og vagnageymsla ásamt tæknirými. Hjóla- og vagnageymsla er einnig á jarðhæð. Útveggir eru með steiningaráferð og viðarklæddir að hluta sbr. teikningar arkitekta. Sameign og lóð er fullfrágengin með snjóbræðslulögnum í hluta af hellulögðum göngustígum. Íbúðum er skilað fullbúnum án gólfefna en með flísalögðum baðherbergis- og þvottahúsgólfum. Lóð er frágengin samkvæmt teikningum arkitekta.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn