Verkflokkur

26. nóvember 2004

Héraðsdómur Reykjaness vígir nýtt glæsilegt húsnæði

Dómsmálaráðherra, Sólveig Pétursdóttir, vígði föstudaginn 31. ágúst 2001 nýtt húsnæði Héraðsdóms Reykjaness við Fjarðargötu 9 í Hafnarfirði. Verktaki hússins, Íslenskir aðalverktakar (ÍAV), hófu framkvæmdir í maí 2000. Verkið gekk mjög vel og voru á fjórða tug iðnaðarmanna við vinnu í húsinu þegar mest var. Húsið er hefðbundið um 1600 fm, þrjár hæðir og kjallari, klætt að utan með álplötum og náttúruflísum. Héraðsdómur Reykjaness er með um 2/3 hluta hússins en Landsbanki Íslands með þriðjungs hlut og hóf bankinn starfsemi í húsinu í lok maí sl.

Arkitekt hússins er Guðmudur Kr. Guðmundsson arkitekt hjá Arkþing ehf. Hann teiknaði einnig innréttingar, sem smíðaðar voru af AXIS húsgögnum ehf. . Við hönnun hússins var lögð áhersla á að uppfylla nútímakröfur um starfsemi dómstóla. Þrír dómssalir eru í húsinu, allir á þriðju hæð. Rými hússins eru björt. Nýjasta tækni er í húsinu og eru hljóðupptökur stafrænar, tölvutæknin eins og best gerist og fullkominn fjarfundabúnaður er til staðar í stærst dómssalnum. Aðstaða skapast nú í fyrsta sinn til að hafa þinghald á tveimur stöðum samtímis með tengingu fjarfundabúnaðar við Barnahúsið. Sú nýlunda er í húsinu að aðgengi lögreglunar með fanga inn í dómhúsið hefur verið bætt, þar sem unnt er að aka lögreglubifreiðum inn í bifreiðageymslu og flytja síðan fanga beint upp á þriðju hæð, þar sem dómsalirnir eru.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn