Verkflokkur

26. nóvember 2004

Hornsteinn lagður að Vatnsfellsvirkjun

Föstudaginn 25. maí 2001 lagði Ólafur Ragnar Grímsson, hornstein að Vatnsfellsvirkjun við athöfn sem fram fór í stöðvarhúsi hennar.

Þar fluttu ávörp Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar.

ÍAV-Ísafl, dótturfélag ÍAV, hóf framkvæmdir við virkjunina sumarið 1999. Áformað er að stöðin verði um 90 MW að afli. Fallhæðin verður 65 metrar. Með tilkomu virkjunarinnar mun orkugeta raforkukerfisins aukast um 430 GWst á ári.
Vatnsfellsvirkjun er ætlað að nýta fallið í veituskurðinum á milli Þórislóns og Krókslóns, uppistöðulóns Sigöldustöðvar. Virkjunin verður ekki í rekstri nema þegar verið er að miðla vatni úr Þórisvatni yfir í Krókslón. Er hún gerð til þess að jafna sveiflur í rafmagnsframleiðslu svæðisins. Þetta gerir það einnig að verkum að ekki reynist þörf fyrir sérstakt uppistöðulón ofan stöðvarinnar og gerir það virkjunarkostinn umhverfisvænni en ella, að mati forsvarsmanna Landsvirkjunar.

Í tengslum við Vatnsfellsvirkjun verða reistar þrjár stíflur. Ein aðalstífla mun ná yfir núverandi veitufarveg en að auki verða reistar tvær minni hliðarstíflur. Aðalstíflan verður hæst 30 m og um 750 m löng.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn