Verkflokkur

24. nóvember 2004

Jarðgangagerð við Kárahnjúka hefst

Þann 11. desember framkvæmdu starfsmenn ÍAV fyrstu sprenginguna fyrir aðkomugöngum undir stíflustæði við Kárahnjúkastíflu. Sprengingin heppnaðist mjög vel og er jarðgangnagerðin hafin af fullum krafti. Samið var um verkið í nóvember en tilgangur þess er að flýta fyrir gerð stærri jarðganga sem veita eiga Jökulsá á Dal framhjá fyrirhuguðu stíflustæði virkjunarinnar. Göngin eru frá munna á vesturbakka árinnar neðan við fyrirhugaða stíflu og eru alls um 720 metra löng. Áætlað er að gerð þeirra ljúki í apríl vor.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn